logo-for-printing

06. mars 2020

Skipun í fjármálastöðugleikanefnd

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað sérfræðinga í fjármálastöðugleikanefnd sem tekur til starfa á þessu ári í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 92/2019 um bankann skipar ráðherra þrjá sérfræðinga í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði og hefur hann skipað þau Axel Hall, Bryndísi Ásbjarnardóttur og Guðmund Kristján Tómasson í nefndina. Ásamt þeim eiga þrír varaseðlabankastjórar sæti í nefndinni auk seðlabankastjóra sem er formaður.

Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru talin upp í 13. grein laga um Seðlabankann. Þar segir m.a. að verkefni nefndarinnar séu að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, fjalla um og skilgreina nauðsynlegar aðgerðir og samþykkja stjórnvaldsfyrirmæli. Nefndarmenn eru skipaðir til fimm ára og skal nefndin funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári.

Til baka