logo-for-printing

16. janúar 2023

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2022

Bygging Seðlabanka Íslands
Gengi krónunnar lækkaði um 2,1% á árinu 2022 og jókst heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri um 6% frá fyrra ári. Seðlabankinn átti gjaldeyrisviðskipti til að draga úr gengissveiflum eftir því sem hann taldi tilefni til. Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans árið 2022 námu 13,2 ma.kr. en Seðlabankinn keypti bæði og seldi gjaldeyri á árinu. Samkomutakmörkunum vegna COVID-19 farsóttarinnar var aflétt í lok febrúar sem hafði jákvæð áhrif ferðaþjónustu. Útflutningstekjur tengdar ferðaþjónustu jukust því eftir því sem leið á árið og voru orðnar álíka miklar og fyrir faraldurinn snemmsumars. Innrás Rússlands í Úkraínu og sú óvissa sem skapaðist á alþjóðlegum mörkuðum hafði mikil áhrif á þróun innlends gjaldeyrismarkaðar á árinu. Lífeyrissjóðir voru áfram umfangsmiklir kaupendur að erlendum gjaldeyri og nokkuð var um stærri fjármagnsviðskipti innlendra og erlendra aðila á árinu. Gjaldeyrisforði nam 837 ma.kr. í árslok eða um 24% af vergri landsframleiðslu.

Sjá nánar í frétt nr. 3/2023 16. janúar 2023: Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2022.
Til baka