logo-for-printing

28. maí 2021

Fundur seðlabankastjóra og hagstofustjóra

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri

Í dag var haldinn reglulegur samstarfsfundur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Ólafs Hjálmarssonar hagstofustjóra þar sem þeir ræddu meðal annars gagnasöfnun, gagnavinnslu og gagnabirtingar Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands. Enn fremur var rætt um samvinnuverkefni stofnananna og nýjungar á sviði gagnaöflunarkerfa við hýsingu og úrvinnslu gagna. Þá var gengið formlega frá því að Seðlabankinn afhendi Hagstofunni talnagögn með sögulegum hagtölum, en Seðlabankinn lét taka þessi gögn saman í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands árið 2018 og hýsti á sérstökum vefhluta. Við þá samantekt var m.a. byggt á fyrri vinnu Hagstofunnar og tekur hún nú gögnin til varðveislu, umsjónar og mögulegrar frekari vinnslu.

Í lok fundarins var meðfylgjandi mynd tekin af Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra (til vinstri) og Ólafi Hjálmarssyni hagstofustjóra (til hægri).


Til baka