logo-for-printing

01. júní 2023

Seðlabankastjóri flutti erindi á ráðstefnu í Króatíu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi um efnahagsmál á alþjóðlegri ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu sem haldin var af Seðlabanka Króatía dagana 25. til 27. síðasta mánaðar. Þá stýrði hann einnig pallborðsumræðum um alþjóðlega bankakerfið sem bar yfirskriftina: Banking: Troubles on horizon or idiosyncratic shocks? Fjallað var um að hversu miklu leyti nýlegt gjaldþrot banka í Bandaríkjunum og yfirtaka UBS í Sviss væri vegna uppsöfnunar áhættu í fjármálakerfinu og hvaða þættir hefðu áhrif á horfur um alþjóðlegt fjármálakerfi.

Hér má nálgast efni sem seðlabankastjóri studdist við er hann flutti erindi sitt (erindið var flutt á ensku): Banking: Troubles on the horizon or idiosyncratic shocks; Ásgeir Jónsson, Gorvernor of Central Bank of Iceland, May 2023

Hér er að finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna: The 29th Dubrovnik Economic Conference.
Til baka

Myndir með frétt