logo-for-printing

18. júlí 2018

Persónuverndarstefna Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands leggur ríka áherslu á að vinnsla persónuupplýsinga innan bankans sé í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og grundvallarsjónarmið um friðhelgi einkalífs. Með vísan til nýrra laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (GDPR) hefur Seðlabankinn sett sér persónuverndarstefnu. Í persónuverndarstefnu Seðlabankans er m.a. að finna upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga innan bankans, réttindi skráðra einstaklinga, tengiliði innan Seðlabankans o.fl.

Sjá hér: Stefna Seðlabanka Íslands varðandi vinnslu persónuupplýsinga
Til baka