Fara beint í Meginmál
6753 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
14. nóvember 2025

Seðlabanki Íslands hóf reglubundin gjaldeyriskaup á millibankamarkaði hinn 15. apríl sl. fyrir samtals 6 milljónir evra á viku. Kaupin voru aukin í 12 milljónir evra á viku með tilkynningu 12. júní. Seðlabankinn hefur nú ákveðið að minnka kaupin í 6 milljónir evra í hverri viku frá og með 17. nóvember. Meginmarkmiðið með gjaldeyriskaupunum er sem fyrr að efla þann hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans sem fjármagnaður er innanlands og að mæta gjaldeyrisþörf ríkissjóðs.

Fréttir og tilkynningar
12. nóvember 2025

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti dagana 3. til 5. nóvember sl. Leitað var til 38 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 30 aðilum og var svarhlutfallið því 79%.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025

Seðlabanki Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið að reikna og birta vexti byggða á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Á grundvelli þeirrar vinnu hefur Seðlabankinn ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir kl. 11:00.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Nasdaq Iceland um leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn í tilefni af 40 ára afmæli kauphallarinnar. Seðlabanki Íslands hafði forgöngu um stofnun kauphallarinnar ásamt öðrum lykilaðilum á markaði árið 1985 og hét hún þá Verðbréfaþing Íslands. Seðlabankastjóri fjallaði í erindi sínu um mikilvægi markaðsfjármögnunar.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025
Fréttir og tilkynningar
4. nóvember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð, sbr. 6. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.