Fara beint í Meginmál
6752 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
12. nóvember 2025

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti dagana 3. til 5. nóvember sl. Leitað var til 38 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 30 aðilum og var svarhlutfallið því 79%.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025

Seðlabanki Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið að reikna og birta vexti byggða á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Á grundvelli þeirrar vinnu hefur Seðlabankinn ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir kl. 11:00.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Nasdaq Iceland um leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn í tilefni af 40 ára afmæli kauphallarinnar. Seðlabanki Íslands hafði forgöngu um stofnun kauphallarinnar ásamt öðrum lykilaðilum á markaði árið 1985 og hét hún þá Verðbréfaþing Íslands. Seðlabankastjóri fjallaði í erindi sínu um mikilvægi markaðsfjármögnunar.

Fréttir og tilkynningar
7. nóvember 2025
Fréttir og tilkynningar
4. nóvember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð, sbr. 6. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Kalkofninn
3. nóvember 2025

Heimsbúskapurinn hefur á undanförnum árum orðið fyrir röð áfalla, svo sem heimsfaraldrinum, mikilli hækkun orku- og matvælaverðs í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og aukinni pólitískri óvissu. Meðal afleiðinga þessa var mesta verðbólga í þróuðum ríkjum í áratugi og háir vextir. Þá bættust víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna við og aukin óvissa um alþjóðaviðskipti sem hafa haft neikvæð áhrif á væntingar um alþjóðlegan hagvöxt. Þótt skammtímavextir hafi lækkað á ný hafa langtímavextir hækkað, ekki síst vegna áhyggna af stöðu opinberra fjármála margra ríkja.