Fara beint í Meginmál
6657 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Kalkofninn
21. ágúst 2025

Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.

Rit og skýrslur
20. ágúst 2025

Ritið Peningamál gerir ársfjórðungslega grein fyrir horfum í peningamálum og þar er birt spá um verðbólgu sem gegnir mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar.

Fréttir og tilkynningar
20. ágúst 2025

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 7,50%. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun.

Fréttir og tilkynningar
20. ágúst 2025

Yfirlýsing peningastefnunefndar var birt á vef Seðlabanka Íslands í dag, miðvikudaginn 20. ágúst 2025, kl. 8.30. Ritið Peningamál er birt á vefnum kl. 8.35. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30.

Kalkofninn
15. ágúst 2025

Frá fjármálaáfallinu 2008 hefur bankakerfið notið minnst eða næst minnst trausts þeirra aðila sem traust er mælt til í Þjóðarpúlsi Gallups. Fréttir um mikinn hagnað bankanna hér á landi eru gjarnan settar fram með neikvæðum hætti og ekki er reynt að setja hagnaðinn í samhengi við stærð bankanna eða eigið fé þeirra. Tilfinning margra virðist vera er sú að hagnaður og arðsemi íslensku bankanna sé óeðlilega há og mun hærri en í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Síðustu misserin hefur einnig verið nokkur umræða um hversu óhagstætt rekstrarumhverfi íslenskra banka sé í samanburði við erlenda banka og þá helst norræna banka. Einna helst er nefnt að eiginfjárkröfur á íslenska banka séu strangari og skattbyrði þeirra þyngri en annarra banka á Norðurlöndunum. Í þessari grein er ljósi varpað á þessi atriði með því að bera helstu kennitölur stóru innlendu bankanna þriggja sem eru kerfislega mikilvægir bankar (KMB), saman við banka á Norðurlöndunum, nánar til tekið fimm banka í Danmörku og fimm banka í Noregi, sem hér eftir eru kallaðir samanburðarbankar. Þeir eru af svipaðri stærð og stóru íslensku bankarnir og nota staðalaðferð (e. Standardized Approach), líkt og íslenskir bankar, til að reikna út áhættuvegnar eignir vegna útlánaáhættu.

Fréttir og tilkynningar
15. ágúst 2025

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að markaðsaðilar vænti lítillega meiri verðbólgu á næstu ársfjórðungum en í síðustu könnun í maí sl. Miðað við miðgildi svara í könnuninni gera markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans verði óbreyttir í 7,5% það sem eftir lifir árs.