Fara beint í Meginmál
6785 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fjármálaeftirlit
4. desember 2025
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem ætlað er að innleiða reglugerð (ESB) 2024/1612 (CRR III), sem breytir reglugerð (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja (CRR). Á meðal breytinga samkvæmt CRR III eru breytingar á áhættuvogum svonefndra framkvæmdalána sem einkum eru veitt byggingarverktökum.
4. desember 2025
Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd var 26,9 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi 2025 eða 2,1% af landsframleiðslu. Á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins mælist halli á viðskiptajöfnuði 3,8% af landsframleiðslu. Vöruskiptajöfnuður mældist neikvæður um 101,6 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi en 137,4 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Afgangur á frumþáttatekjum nam 6,2 ma.kr. en 15,1 ma.kr. halli mældist á rekstrarframlögum. Hrein erlend staða þjóðarbúsins batnaði um 5,2% af landsframleiðslu milli fjórðunga og mælist því jákvæð um 43,2% af landsframleiðslu.
Peningastefna
3. desember 2025
Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt fundargerð nefndarinnar, en fundargerðina skal birta tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt.
Fjármálaeftirlit
3. desember 2025
Í tilefni af umfjöllun RÚV í þættinum Kveik 2. desember 2025 vill Seðlabanki Íslands vekja athygli á upplýsingum fyrir almenning á vef bankans. Þar er að finna upplýsingar um mismunandi tegundir afurða sem í boði eru á fjármálamarkaði.
3. desember 2025
Tómas Brynjólfsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika kynnti nýútkomna umræðuskýslu Seðlabankans um lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleika á kynningarfundi um sama efni 3. desember 2025.
3. desember 2025
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á  reglum nr. 1130/2025 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda, ásamt því að setja nýjar reglur um yfirsýn með kerfislega mikilvægum innviðum og um atvikamiðstöð fjármálainnviða.
Rit og skýrslur
3. desember 2025
Seðlabanki Íslands hefur gefið út sérrit um lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleika. Lánþegaskilyrðum er ætlað að takmarka áhættutöku heimila og styrkja viðnámsþrótt þeirra gagnvart óvæntum áföllum.
3. desember 2025
Fjármálastöðugleikanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum bankans nr. 1130/2025 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað.