Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja teknir tímabundið úr birtingu
Fjármálareikningar fjármálafyrirtækja fyrir annan ársfjórðung 2022 sem birtir voru 6. september síðastliðinn á vef Seðlabankans hafa tímabundið verið teknir úr birtingu vegna misræmis sem fram kom í þeim. Unnið er að rýni á gögnum sem að baki þeim liggja og verða fjármálareikningarnir birtir aftur þegar þeirri vinnu er lokið.