Fara beint í Meginmál
6842 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fjármálaeftirlit
28. janúar 2026

Seðlabanki Íslands hefur birt stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði fyrir árin 2026 til 2028.

Peningastefna
28. janúar 2026

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 19. til 21. janúar sl. Leitað var til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 31 aðila og var svarhlutfallið því 79%.

26. janúar 2026

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa í samræmi við 10. gr. reglugerðar nr. 1420/2020, um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

26. janúar 2026

Seðlabankinn framkvæmir ársfjórðungslega útlánakönnun á meðal viðskiptabankanna fjögurra. Spurt er um mat þeirra á þróun framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé, um breytingar á útlánareglum, útlánavöxtum og vaxtaálagi og hvaða þættir hafi haft ráðandi áhrif á þær breytingará síðustu þremur mánuðum.

20. janúar 2026

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Fjármálaeftirlit
19. janúar 2026

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli á að hinn 14. janúar 2026 birti Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið (ESMA) framhalds leiðbeiningar (e. second thematic notes) um sjálfbærnitengdar fullyrðingar, með áherslu á áætlun um sjálfbærniþætti (e. ESG stategies) með hliðsjón af samþættingu sjálfbærniþátta og útilokun við fjárfestingarákvarðanir.