Fréttir og tilkynningar
14. júlí 2025
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur birt, til samráðs, drög að viðmiðunarreglum um ábyrga stjórnun áhættu vegna þriðju aðila sem veita þjónustu sem ekki tengist upplýsinga- og fjarskiptatækni (non-ICT). Viðmiðunarreglurnar ná til þjónustu sem veitt er af ytri þjónustuaðilum og undirverktökum þeirra, sérstaklega þegar um er að ræða mikilvæga starfsemi fjármálafyrirtækja.