Fara beint í Meginmál
6745 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
4. nóvember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir ríki sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð, sbr. 6. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Kalkofninn
3. nóvember 2025

Heimsbúskapurinn hefur á undanförnum árum orðið fyrir röð áfalla, svo sem heimsfaraldrinum, mikilli hækkun orku- og matvælaverðs í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og aukinni pólitískri óvissu. Meðal afleiðinga þessa var mesta verðbólga í þróuðum ríkjum í áratugi og háir vextir. Þá bættust víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna við og aukin óvissa um alþjóðaviðskipti sem hafa haft neikvæð áhrif á væntingar um alþjóðlegan hagvöxt. Þótt skammtímavextir hafi lækkað á ný hafa langtímavextir hækkað, ekki síst vegna áhyggna af stöðu opinberra fjármála margra ríkja.

Fréttir og tilkynningar
31. október 2025

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi sínum í dag, 31. október 2025, að gera breytingar á reglum nr. 216/2024 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda og reglum nr. 217/2024 um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda.

Fréttir og tilkynningar
31. október 2025

Nokkur óvissa hefur skapast á íbúðalánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024 frá 14. október sl. .

Í ljósi þessa og til að styðja við virkni íbúðalánamarkaðarins hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að gera breytingar á lánþegaskilyrðum. Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að undanþáguheimild lánveitenda á hverjum ársfjórðungi skuli hækkuð úr 5% í 10% af heildarfjárhæð veittra fasteignalána. Þá skuli horft til undangengins ársfjórðungs við útreikning hlutfallsins. Þessari breytingu er ætlað að gefa lánveitendum aukið svigrúm til að veita lán á meðan núverandi óvissa ríkir og mæta þörfum lántakenda með viðeigandi hætti.

Nefndin hefur enn fremur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85% í 90%. Þetta er gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80%.

Fréttir og tilkynningar
29. október 2025

Fundargerð fyrir fund fjármálastöðugleikanefndar frá 22. og 23. september 2025 hefur verið birt. Á fundi nefndarinnar fékk hún kynningu á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fyrir fjármálastöðugleika.

Fréttir og tilkynningar
28. október 2025

Seðlabanki Íslands og Seðlabanki Kína hafa endurnýjað gjaldmiðlaskiptasamning sín á milli. Sambærilegur samningur var upphaflega gerður árið 2010, og síðar endurnýjaður árin 2013, 2016 og 2020, og var tilgangur hans að efla tvíhliða viðskipti landanna og styðja við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjármálaleg tengsl milli landanna.

Rit og skýrslur
28. október 2025

Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir þriðja árshluta 2025 liggur nú fyrir. Það sýnir rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymisyfirlit bankans fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2025 og er birt í samræmi við 38. grein laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019.