logo-for-printing

25. júní 2020

Lífeyrissparnaður við árslok 2019

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabankans (Fjármálaeftirlitið) hefur birt samantekt úr ársreikningum lífeyrissjóða og sambærilegum gögnum frá vörsluaðilum séreignarsparnaðar. Á liðnu ári störfuðu 21 lífeyrissjóður í 25 samtryggingardeildum og af þeim buðu 16 sjóðir upp á séreignarsparnað í 45 deildum. Aðrir innlendir vörsluaðilar séreignarsparnaðar voru eins og áður fimm talsins og buðu upp á sparnað í 30 séreignardeildum. Tveir erlendir vörsluaðilar buðu upp á lífeyrisafurðir sem flokkast sem séreignarsparnaður. Þeir lúta eftirliti heimaríkis síns og því er upplýsingagjöf þeirra ekki með sambærilegum hætti og innlendra vörsluaðila. Tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna batnaði nokkuð milli ára vegna góðrar ávöxtunar.

Lífeyrissparnaður landsmanna í formi samtryggingar og séreignar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam 5.284 ma.kr við lok ársins og jókst um 17% milli ára. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu nemur lífeyrissparnaðurinn 178% sem eins og fyrr er hátt í alþjóðlegum samanburði.

Sjá nánari upplýsingar hér: Lífeyrissparnaður við árslok 2019 
Sjá hér nánari tölulegar upplýsingar: Ársreikningabók 2019 – Lífeyrissjóðir og vörsluaðilar
Til baka