Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum mældist 1,9% á fjórða fjórðungi síðasta árs og hafði ekki verið meiri í um tvö ár. Í febrúarspá Peningamála var talið að hann myndi aukast í ár en nú er talið að hann verði minni en í fyrra og 0,4 prósentum minni en spáð var í febrúar.