Fara beint í Meginmál
6815 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
30. desember 2025

Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta á árinu 2024. Endurskoðun fór síðast fram í upphafi árs 2025.

29. desember 2025

Seðlabanki Íslands hefur frá árinu 2018 staðfest að hann fylgi alþjóðlegum reglum um bestu framkvæmd gjaldeyrisviðskipta, svokölluðum FX Global Code. Í desember á síðasta ári var gefin út uppfærð útgáfa af FX Global Code. Seðlabankinn hefur kynnt sér uppfærsluna og gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja hlítni við reglurnar, eftir því sem við á. Seðlabankinn hvetur mótaðila sína í gjaldeyrisviðskiptum til að kynna sér uppfærsluna og, eftir atvikum, gera ráðstafanir til að uppfylla viðmið reglnanna. Víðtæk alþjóðleg samstaða ríkir um innihald reglnanna og teljast þær mikilvægur liður í að efla traust og heilbrigði á gjaldeyrismörkuðum.

Fjármálaeftirlit
23. desember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál sem varðar brot ALÍSU hf. gegn 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki með því að hafa starfað við að taka við endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi án þess að hafa öðlast tilskilið starfsleyfi sem lánastofnun.

Fjármálaeftirlit
23. desember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál sem varðar brot A faktoring ehf. gegn 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki með því að hafa starfað við að taka við endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi án þess að hafa öðlast tilskilið starfsleyfi sem lánastofnun.

Rit og skýrslur
23. desember 2025

Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á kerfum tilkynningarskyldra aðila sem skima gagnvart alþjóðlegum þvingunaraðgerðum. Meðfylgjandi er skýrsla fjármálaeftirlitsins vegna athugunarinnar.

Fjármálaeftirlit
22. desember 2025

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi skuli fjárhæðir í evrum, sem tilgreindar eru í lögunum, umreiknast í starfrækslugjaldmiðil vátryggingafélags miðað við miðgengi evru gagnvart umræddum gjaldmiðli í lok dags 31. október næstliðins árs.

Fjármálaeftirlit
19. desember 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi vettvangsathugun hjá Landsbankanum í apríl 2025 og lá niðurstaða fyrir í nóvember 2025.