Fréttir og tilkynningar
30. júní 2025
Í janúar 2022 opnaði Seðlabanki Íslands lausafjárglugga sem innlánsstofnanir fengu aðgang að til að bregðast við óvæntri og tímabundinni lausafjárþörf. Við endurskoðun á tækjum Seðlabankans hefur bankinn ákveðið að útvíkka þessa lausafjárfyrirgreiðslu þannig að hún nýtist lánastofnunum til að mæta tímabundnum sveiflum í lausafjárhlutfalli.