Meginmál
6558 færslur fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
28. maí 2025

Hinn 26. apríl 2023 hlaut félagið MGMT Venture Capital ehf. skráningu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjármálaeftirlitið hefur fallist á beiðni MGMT Venture Capital ehf. um afskráningu, þar sem enginn sjóður um sameiginlega fjárfestingu er í rekstri félagsins. Afskráning miðast við 27. maí 2025.

Fréttir og tilkynningar
27. maí 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf afmarkaða athugun á fylgni við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Byggðastofnun með bréfi dagsettu 14. nóvember 2024. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í apríl 2025.

Fréttir og tilkynningar
22. maí 2025

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Fréttir og tilkynningar
22. maí 2025

Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund í síðustu viku um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2023/1114 um markaði fyrir sýndareignir (MiCA).

Kalkofninn
22. maí 2025

Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum mældist 1,9% á fjórða fjórðungi síðasta árs og hafði ekki verið meiri í um tvö ár. Í febrúarspá Peningamála var talið að hann myndi aukast í ár en nú er talið að hann verði minni en í fyrra og 0,4 prósentum minni en spáð var í febrúar.