logo-for-printing

10. apríl 2008

Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 15,5%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.

Næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður birt fimmtudaginn 22. maí 2008.

Nr. 15/2008
10. apríl 2008

 

Klukkan 11 verður fréttamannafundur bankastjórnar sendur út hér á vef bankans. Þar verða færð rök fyrir vaxtaákvörðun og efni Peningamála 2008/1 kynnt.

Til baka