logo-for-printing

09. nóvember 2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynningarefni aðalhagfræðings Seðlabankans í tilefni af vaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála

Fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa að jafnaði kynnt efni ritsins Peningamál í nokkrum fjármálafyrirtækjum. Eftir útkomu Peningamála á miðvikudag, 7. þessa mánaðar, hefur Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnt efni ritsins í Arion banka, Kviku banka og Íslandsbanka.

Nánar
09. nóvember 2018Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Ræða seðlabankastjóra á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri​ var aðalræðumaður á peningamálafundi Viðskiptaráðs sem haldinn var í gær, 8. nóvember. Ræðan ber yfirskriftina Umskipti og má nálgast hana hér.

Nánar
07. nóvember 2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynningarefni Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings vegna vaxtaákvörðunar og útgáfu Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, kynnti efni Peningamála 2018/4 á sérstökum kynningarfundi sem haldinn var í morgun í tilefni af vaxtaákvörðun og stefnuyfirlýsingu peningastefnunefndar.

Nánar
05. nóvember 2018Lúðvík Elíasson

Reynsla af tilfærslu fjármálaáhættu yfir landamæri

Lúðvík Elíasson, hagfræðingur á sviði hagfræði og peningastefnu, hélt nýverið erindi á ráðstefnunni Cross-Border Aspects of Macroprudential Policy hjá Seðlabanka Slóveníu í Ljubljana. Í erindinu fjallaði Lúðvík um reynslu Íslendinga af tilfærslu áhættu í fjármálakerfinu milli landa í gegnum bankakerfið og nýlegar breytingar á reglum og innleiðingu nýrra stjórntækja sem ætlað er að sporna við slíkri áhættu.

Nánar
05. nóvember 2018Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Viðtal við seðlabankastjóra í OMFIF Bulletin

Í nóvemberútgáfu OMFIF Bulletin, sem er rit sem gefið er út mánaðarlega af OMFIF (Official Monetary and Financial Institutions Forum), hefur verið birt viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra þar sem hann ræðir við Danae Kyriakopoulou, aðalhagfræðing OMFIF, um stefnu og aðgerðir er varðar fjármagnsflæði á milli landa, umbætur í bankastarfsemi og mikilvægi sjálfstæðis seðlabanka.

Nánar