logo-for-printing

19. desember 2016Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Af hverju hefur gengi krónunnar hækkað?

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, skrifar grein um ástæður þess að gengi krónunnar hefur hækkað undanfarið. Þórarinn bendir á að gengishækkunin nú stafi að verulegu leyti af utanaðkomandi búhnykkjum svo sem gríðarlegum vexti ferðaþjónustunnar og hagstæðum viðskiptakjörum. Auk þess bendir Þórarinn á að ytri aðstæður geti haft áhrif á viðskiptakjörin og þar með líka gengi krónunnar svo sem hækkandi olíuverð eða lækkun útflutningsverðlags.

Nánar
07. desember 2016Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Erindi Þórarins G. Péturssonar fyrir hagfræðinema við háskólann í Glasgow um störf hagfræðinga við Seðlabanka Íslands og fjármálakreppuna á Íslandi

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt erindi við Adam Smith Business School við háskólann í Glasgow hinn 2. desember sl. Um er að ræða fyrirlestraröð sem heitir Practioner Seminar þar sem fulltrúum fyrirtækja og stofnana víðsvegar um heiminn er boðið að kynna sig og starfsemi þeirra stofnana og fyrirtækja sem þeir starfa fyrir nemendum skólans.

Nánar
07. desember 2016Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Erindi Þórarins G. Péturssonar um fjármálasveifluna á málstofu við háskólann í Glasgow

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti erindi á málstofu við Adam Smith Business School við háskólann í Glasgow hinn 1. desember sl. Í erindinu fjallaði hann um niðurstöður nýútkominnar rannsóknarritgerðar um fjármálasveifluna á Íslandi yfir ríflega aldartímabil, en höfundar ritgerðarinnar eru auk Þórarins, þeir Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson.

Nánar