logo-for-printing

27. apríl 2015Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Grein Þórarins G. Péturssonar um yfirstandandi kjaraviðræður

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritaði grein um yfirstandandi kjaraviðræður sem birt var í Fréttablaðinu á sumardaginn fyrsta, 23. þessa mánaðar. Í greininni lýsir Þórarinn m.a. fyrirsjáanlegum afleiðingum þess fyrir verðlag og vaxtaþróun í landinu ef kröfur um miklar hækkanir nafnlauna ganga eftir og nái til stórs hluta vinnumarkaðarins.

Nánar
22. apríl 2015Bygging Seðlabanka Íslands

Kynning Sigríðar Benediktsdóttur á fjármálastöðugleika

Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands, kynnti efni nýrrar skýrslu bankans um Fjármálastöðugleika á fundi með fulltrúum fjölmiðla og fjármálafyrirtækja í morgun. Þar er farið yfir þá þætti sem gætu haft áhrif á stöðugleika fjármálakerfisins hér á landi.

Nánar