Meginmál
6546 færslur fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
20. maí 2025

Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt á vef Seðlabanka Íslands á morgun, miðvikudaginn 21. maí 2025 kl. 8.30. Ritið Peningamál verður birt á vefnum kl. 8.35. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30.

Fréttir og tilkynningar
14. maí 2025

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 5. til 7. maí sl. Leitað var til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 25 aðilum og var svarhlutfallið því 64%.

Fréttir og tilkynningar
9. maí 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál er varðar meint brot Fossa fjárfestingarbanka hf. gegn tilteknum ákvæðum laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og þágildandi lögum nr. 64/2019 um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna (sbr. nú lög nr. 68/2023 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna).

Fréttir og tilkynningar
8. maí 2025