logo-for-printing

01. júní 2023

Seðlabankastjóri flutti erindi á ráðstefnu í Króatíu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi um efnahagsmál á alþjóðlegri ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu sem haldinn var af Seðlabanka Króatía dagana 25. til 27. síðasta mánaðar. Þá stýrði hann einnig pallborðsumræðum um alþjóðlega bankakerfið sem bar yfirskriftina: Banking: Troubles on horizon or idiosyncratic shocks? Fjallað var um að hversu miklu leyti nýlegt gjaldþrot banka í Bandaríkjunum og yfirtaka UBS í Sviss væri vegna uppsöfnunar áhættu í fjármálakerfinu og hvaða þættir hefðu áhrif á horfur um alþjóðlegt fjármálakerfi.

Nánar
01. júní 2023Skjaldarmerki Íslands

Upplýsingaöflun fyrir grunninnvið innlendrar, óháðrar smágreiðslulausnar

Seðlabanki Íslands leiðir vinnu við að innleiða innlenda, óháða smágreiðslulausn hér á landi og vinnuhópur á hans vegum leitar nú að upplýsingum um mögulegar lausnir sem geta nýst við innleiðingu á grunninnviði fyrir smágreiðslulausn.

Nánar
01. júní 2023

Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals

Í gær fór fram tólfta úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Fimm verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

Nánar
01. júní 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Halli á viðskiptajöfnuði 10,1 ma.kr. á fyrsta fjórðungi 2023. Hrein staða við útlönd jákvæð um 26,3% af VLF

Á fyrsta ársfjórðungi 2023 var 10,1 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 12,9 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 21,7 ma.kr. betri en á sama fjórðungi árið 2022. Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.022 ma.kr. eða 26,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 50 ma.kr. eða 1,3% af VLF á fjórðungnum. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum hér á vef Seðlabanka Íslands.

Nánar
26. maí 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brots Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gegn ákvæðum laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um hvort lífeyrissjóðurinn hafi brotið gegn 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi með því að tilkynna ekki fyrir fram um áform sín um að eignast beinan virkan eignarhlut í Vátryggingafélagi Íslands hf. og óbeinan virkan eignarhlut í Líftryggingafélagi Íslands hf.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal