logo-for-printing

12. maí 2022

Veiting innheimtuleyfis til Skilaráðgjafar ehf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti hinn 2. maí 2022 Skilaráðgjöf ehf., kt. 460918-0730, innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Nánar
11. maí 2022

Árlegar viðræður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila

AGS birti í dag álit sendinefndar sinnar eftir fundi með íslenskum stjórnvöldum og öðrum hagaðilum. Fundirnir eru hluti af árlegri úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi. Viðfangsefni fundanna voru staða efnahagslífsins í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og horfur framundan í ljósi stríðsins í Úkraínu og vaxandi verðbólgu víða um heim. Sjóðurinn telur að íslenskt efnahagslíf hafi staðist röð áfalla síðan 2019 með ágætum, m.a. í krafti samræmdra aðgerða stjórnvalda, sem áfram eru nauðsynlegar til að efnahagsbati festist í sessi, til að stemma stigu við verðbólgu og aukinni áhættu í kerfinu og til að byggja aftur upp viðnámsþrótt í ríkisfjármálum.

Nánar
09. maí 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Búast má við truflunum og tímabundnu þjónusturofi í gagnaskilakerfum Seðlabankans 10. og 11.maí

Búast má við truflunum og tímabundnu þjónusturofi í gagnaskilakerfum Seðlabankans frá þriðjudegi 10.maí til og með miðvikudags 11.maí. vegna viðhalds og uppfærslna í tengslum við sameiningu innri kerfa.

Nánar
06. maí 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Lokun eldri vefþjónustu Fjármálaeftirlitsins vegna gagnaskila frestað til 30. maí nk.

Áður kynntri lokun eldri vefþjónustu Fjármálaeftirlitsins, sem koma átti til framkvæmdar 5. maí 2022, sbr. kynningu fyrir skilaaðila sem haldin var 20. janúar sl., hefur verið frestað til 30. maí nk. þar sem enn eru margir aðilar að nota þá vefþjónustu til gagnaskila.

Nánar
04. maí 2022

Yfirlýsing peningastefnunefndar 4. maí 2022

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%.

Nánar