logo-for-printing

15. janúar 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á markaðssetningu Íslenskra verðbréfa hf. á sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í febrúar 2020 athugun á markaðssetningu Íslenskra verðbréfa hf. á sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf. á samfélagsmiðlum. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort orðalag og framsetning upplýsinga í auglýsingunum sem birtust á samfélagsmiðlum í janúar 2020 væri í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, eins og þau voru þegar umrædd markaðssetning fór fram, lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglugerð nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti.

Nánar
15. janúar 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra, og veittur er af Seðlabanka Íslands. Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Styrkfjárhæðin nemur fjórum milljónum króna og verður henni úthlutað í maí 2021.

Nánar
15. janúar 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2020

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. COVID-19 farsóttin hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Nánar
14. janúar 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Samkomulag um sátt vegna brota Sparisjóðs Standamanna ses. á ákvæðum laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 2. desember 2020 gerði Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna ses. (hér eftir sparisjóðurinn) með sér samkomulag um að ljúka með sátt, að fjárhæð 2.500.000 kr., máli vegna brota sparisjóðsins á ákvæðum laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Nánar
14. janúar 2021Skjaldarmerki

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2020 er nú aðgengileg hér á vef bankans. Viðamikið ítarefni fylgir skýrslunni auk greinargerða frá ytri nefndarmönnum.

Nánar