logo-for-printing

01. febrúar 2023

Könnun á væntingum markaðsaðila

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 23. til 25. janúar sl. Leitað var til 38 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 32 aðilum og var svarhlutfallið því 84%.

Nánar
23. janúar 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Reglugerð um rekstraröryggi fyrirtækja á fjármálamarkaði tekur gildi innan ESB

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2554, um rekstraröryggi fyrirtækja á fjármálamarkaði (e. Digital Operational Resilience Act, DORA), öðlaðist gildi 16. janúar síðastliðinn innan Evrópusambandsins en reglugerðin mun koma til framkvæmda 17. janúar 2025.

Nánar
19. janúar 2023Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2023

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12/2022 dagsettri 19. desember sl. þar sem að engin meginvaxtaákvörðun hefur verið síðan þá. Dráttarvextir haldast því óbreyttir og verða áfram 13,75% fyrir tímabilið 1. - 28. febrúar 2023.

Nánar
16. janúar 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2022

Gengi krónunnar lækkaði um 2,1% á árinu 2022 og jókst heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri um 6% frá fyrra ári. Seðlabankinn átti gjaldeyrisviðskipti til að draga úr gengissveiflum eftir því sem hann taldi tilefni til. Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans árið 2022 námu 13,2 ma.kr. en Seðlabankinn keypti bæði og seldi gjaldeyri á árinu.

Nánar
13. janúar 2023

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals

Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal