logo-for-printing

06. desember 2023

Fundargerð peningastefnunefndar 20.-21. nóvember 2023

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands skal birta fundargerð nefndarinnar tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Hér er því birt fundargerð fundar peningastefnunefndar 20.-21. nóvember 2023, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum og kynningu þeirra ákvarðana 22. nóvember.

Nánar
06. desember 2023

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 6. desember 2023

Fjármálakerfið hér á landi er traust. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk. Þótt dregið hafi úr vexti útlána er geta þeirra góð til áframhaldandi miðlunar lánsfjár til heimila og fyrirtækja. Erlend markaðsfjármögnun bankanna er í góðum farvegi og á áætlun. Vanskil eru lítil og hafa aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu, hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%.

Nánar
06. desember 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Vefútsending vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar í dag, 6. desember 2023

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt kl. 8:30 í dag, miðvikudaginn 6. þessa mánaðar. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst kl. 9:30. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar.

Nánar
05. desember 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Niðurstaða athugunar á aðgerðum Landsbankans hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athugun á aðgerðum Landsbankans hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í apríl 2022. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í nóvember 2023.

Nánar
01. desember 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Founder Ventures Management ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Founder Ventures Management ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 28. nóvember 2023, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal