logo-for-printing

16. febrúar 2024

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála á fundum í fimm fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka og í Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi efnahagsumsvif og verðbólgu.

Nánar
29. nóvember 2023

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni nóvemberheftis Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála á fundum í fimm fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Arion banka, Kviku banka, Íslandsbanka og Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum er tengjast efnahagsumsvifum og verðbólgu hér á landi.

Nánar
27. nóvember 2023

Erindi aðalhagfræðings um peningastefnu frá greiningu að ákvörðun

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu í bankanum, flutti fyrir helgi erindi fyrir MBA-nemendur í Háskóla Íslands. Titill erindisins er „Peningastefnan: frá greiningu að ákvörðun. Undirbúningurinn, spágerðin og áhersluatriði“.

Nánar
23. nóvember 2023Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Erindi seðlabankastjóra á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti erindi á peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun, 23. nóvember 2023. Í erindi sínu minnti seðlabankastjóri í upphafi á að til að búa við trúverðuga efnahagsstefnu líkt og þekkist annars staðar á Norðurlöndum þyrftu Íslendingar að fara að leikreglum þeirrar stefnu sem væri valin. Þá rakti seðlabankastjóri ýmsa þætti í þróun efnahagsmála hér á landi og erlendis, en fjallaði síðan um að á þeim 100 árum sem Íslendingar hefðu haft fulla sjálfstjórn í peningamálum hefði margs konar efnahagsstefna verið reynd. Seðlabankastjóri ræddi sjö vörður að stöðugleika í litlu og opnu hagkerfi. Þar kom fram að verðbólgumarkmið væri grundvöllur hagstjórnar, Seðlabankinn bæri ábyrgð á verðstöðugleika, fjármálastöðugleika og fjármálaeftirliti. Nauðsyn væri á stöðugleika í greiðslujöfnuði við útlönd og þjóðhagsvarúðartækin væru mikilvæg til stuðnings fjármálakerfi og peningastefnu. Þá væri öflugt fjármálaeftirlit mikilvægt til að takmarka áhættu. Undirstaða verðstöðugleika væri stöðugleiki á vinnumarkaði og að pólitískur stuðningur væri nauðsynlegur fyrir peningastefnuna. Í erindi seðlabankastjóra kom fram að árangur af peningastefnunni væri að koma fram. Verðbólguþrýstingur hefði minnkað og vísbendingar væru um að hægt hafi á efnahagsumsvifum.

Nánar
02. nóvember 2023Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri

Varaseðlabankastjóri með erindi á sjávarútvegsráðstefnu um fjármálastöðugleika og sjálfbæran sjávarútveg

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, var í dag með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni sem fram fer í Hörpu. Heiti erindisins er Í átt að sjálfbærni og áhrif á fjármálastöðugleika.

Nánar