08.09.2015

Ríkissjóður: Verðtryggð eða óverðtryggð fjármögnun?

Frá aldamótum hafa stjórnvöld lagt markvissa áherslu á óverðtryggða frekar en verðtryggða ríkisbréfaútgáfu í almennri fjármögnun ríkissjóðs. Í þessari rannsókn er ávinningurinn af þessari stefnu metinn. Að fyrirmynd breskra og bandarískra rannsókna er gert kostnaðarmat á greiðslustreymi óverðtryggðra útgáfa í útboðum á árunum 2003 til 2014 og það borið saman við kjör sem ríkissjóður hefði fengið vegna sambærilegra verðtryggðra útgáfa á sama tíma. Í ljós kemur að sambærilegar verðtryggðar útgáfur hefðu verið um 4% dýrari yfir allt tímabilið og kostað ríkissjóð 35 ma.kr. meira að núvirði. Dýrastar hefðu verið þær útgáfur sem gefnar voru út á árunum 2003 til 2007, um 13% dýrari, og kostað 22 ma. kr. meira að núvirði. Það skýrist að mestu leyti af verðbólguskotinu sem kom í kjölfar hrunsins 2008 og áhrifanna sem það hefði haft á útgáfurnar.

Frummælandi er Kjartan Hansson, sérfræðingur í Seðlabanka Íslands á sviði markaðsviðskipta og fjárstýringu.

Til baka