Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gengi gjaldmiðla

Nýjasta skráða opinbera viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands: 28.8.2015
Gjaldmiðill Mynt Kaup Sala Mið
Bandaríkjadalur USD 128,98 129,6 129,29
Sterlingspund GBP 198,46 199,42 198,94
Kanadadalur CAD 97,5 98,08 97,79
Dönsk króna DKK 19,473 19,587 19,53
Norsk króna NOK 15,563 15,655 15,609
Sænsk króna SEK 15,316 15,406 15,361
Svissneskur franki CHF 134,33 135,09 134,71
Japanskt jen JPY 1,0666 1,0728 1,0697
SDR XDR 181,47 182,55 182,01
Evra EUR 145,34 146,16 145,75
Vísitala meðalgengis - vöruskiptavog víð 180,1646
Vísitala meðalgengis - vöruskiptavog þröng 181,7583
Vísitala meðalgengis - viðskiptavog víð 184,6608
Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng 186,073
Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng* 197,342
Skráning: 28.08.2015

 * Vísitalan hefur verið endurreiknuð þannig að 2. janúar 2009 taki hún sama gildi og vísitala gengisskráningar sem Seðlabankinn hefur hætt að reikna


Leiðrétting 1. júní 2012:

Vegna galla í markaðsupplýsingakerfi reyndist gengi Seðlabankans ekki rétt við skráningu 1. júní 2012. Skrá þurfti gengið aftur og var sú skráning komin inn á heimasíðu Seðlabankans um 50 mínútum á eftir hinni fyrri. Munur á skráningu var lítill eða 26 aurar á gengi evru og svipað á öðrum gjaldmiðlum. Seðlabankinn harmar þessi mistök.

Leiðrétting 16. febrúar 2011:
Vegna galla í markaðsupplýsingakerfi urðu þau leiðu mistök að miðgengi nokkurra gjaldmiðla var ekki rétt skráð frá og með 13. janúar 2011 til 14. febrúar 2011. Gjaldmiðlar sem um ræðir eru kínverskt júan (CNY), tævanskur dalur (TWD), suðurkórenskt vonn (KRW), súrínamskur dalur (SRD), indversk rúpía (INR), brasilískt ríal (BRL) og jamaískur dalur (JMD). Gengi þessara gjaldmiðla hefur verið leiðrétt í gengisgrunni Seðlabanka Íslands. Mestur varð munurinn 2. febrúar sl. en þá var munur á skráðu gengi og réttri skráningu um 5,8%. Sem dæmi þá var kínverska júanið skráð 1 kr. hærra en annars hefði gerst.

Athygli skal vakin á því að skráð gengi þessara gjaldmiðla er ekki opinbert viðmiðunargengi í skilningi 19. gr. laga nr. 36 frá 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands, sbr. frétt frá 1. desember 2006 (Viðmiðunargengi erlendra gjaldmiðla) . Seðlabankinn skráir miðgengi ofangreindra gjaldmiðla fyrst og fremst til upplýsingar fyrir notendur vefjarins. Eigi að síður leggur Seðlabankinn ríka áherslu á að upplýsingar um gengi gjaldmiðla sem birtast á vef bankans séu réttar og mun bankinn kappkosta að auka öryggi þessara gagna í framtíðinni. 

Einnig hafa gengisvogir verið leiðréttar en áhrif þessara gjaldmiðla á þær eru mjög litlar. Sem dæmi þá var mismunur á þröngri viðskiptavog fyrir 2. febrúar -0,169%. Vísitalan er lægri eftir breytingu var 213,986 en er nú 213,624. 

Nýtt 6. janúar 2009: 
Hætt var að birta vísitölu gengisskráningar (TWI) í ársbyrjun 2009, sbr. frétt bankans nr. 43/2006 frá 30. nóvember 2006 og greinargerð bankans um uppfærslu gengisvoga og nýjar gengisvísitölur (sjá hér:Uppfærsla gengisvoga og nýjar gengisvísitölur). Sjá einnig frétt bankans nr. 1/2009 frá 6. janúar 2009.
_____________________________________________________

Gengi annarra gjaldmiðla má finna á ýmsum vefsíðum, t.d oanda.com. Seðlabanki Íslands ber enga ábyrgð á upplýsingum sem er að finna á slíkum vefsíðum eða notkun aðila á þeim auk þess sem minnt er á almennan fyrirvara um áreiðanleika upplýsinga á vefnum, samanber það sem segir á síðu um höfundarétt og afsal ábyrgðar.
     Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag. Einu sinni á dag skráir Seðlabanki Íslands opinbert viðmiðunargengi krónunnar gagnvart ofangreindum erlendum myntum til viðmiðunar í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun er ekki sérstaklega tiltekin, sbr. 19. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabankann, og um leið er skráð opinber gengisskráningarvísitala. Þetta er gert á milli kl. 10:45 og 11:00 á hverjum morgni sem skipulegir gjaldeyrismarkaðir eru almennt starfandi. Þegar sérstaklega stendur á getur Seðlabankinn tímabundið fellt niður skráningu á gengi krónunnar.
     Þessar upplýsingar um gengi gjaldmiðla er einnig hægt að nálgast á XML formi hérna.