Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd var 26,9 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi 2025 eða 2,1% af landsframleiðslu. Á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins mælist halli á viðskiptajöfnuði 3,8% af landsframleiðslu. Vöruskiptajöfnuður mældist neikvæður um 101,6 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi en 137,4 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Afgangur á frumþáttatekjum nam 6,2 ma.kr. en 15,1 ma.kr. halli mældist á rekstrarframlögum. Hrein erlend staða þjóðarbúsins batnaði um 5,2% af landsframleiðslu milli fjórðunga og mælist því jákvæð um 43,2% af landsframleiðslu.