Fara beint í Meginmál
6612 niðurstöður fundust
Fjöldi á síðu
Fréttir og tilkynningar
4. júlí 2025

Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands hinn 18. júní sl. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní sl. var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður.

Fréttir og tilkynningar
4. júlí 2025

Hinn 2. júlí 2025 samþykkti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands afsalsbeiðni Skaga hf., áður Vátryggingafélag Íslands, frá 24. júní 2025, og afturkallaði starfsleyfi félagsins til að stunda vátryggingastarfsemi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Fréttir og tilkynningar
3. júlí 2025

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP) og með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meðhöndlar þá í starfseminni, sbr. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem ekki eru metin kerfislega mikilvæg er könnunar- og matsferli framkvæmt á tveggja eða þriggja ára fresti, allt eftir stærð, eðli, umfangi og því hversu margþætt starfsemin er.

Fréttir og tilkynningar
2. júlí 2025

Fundargerð fyrir fund fjármálastöðugleikanefndar frá 2. og 3. júní 2025 hefur verið birt.

Rit og skýrslur
2. júlí 2025

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á fyrri hluta ársins 2025 hefur verið birt. Viðamikið ítarefni fylgir skýrslunni.

Fréttir og tilkynningar
30. júní 2025

Í janúar 2022 opnaði Seðlabanki Íslands lausafjárglugga sem innlánsstofnanir fengu aðgang að til að bregðast við óvæntri og tímabundinni lausafjárþörf. Við endurskoðun á tækjum Seðlabankans hefur bankinn ákveðið að útvíkka þessa lausafjárfyrirgreiðslu þannig að hún nýtist lánastofnunum til að mæta tímabundnum sveiflum í lausafjárhlutfalli.

Rit og skýrslur
30. júní 2025

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „A Hedonic Housing Model for Macroprudential Policy“ eftir Önund Pál Ragnarsson, hagfræðing á sviði fjármálastöðugleika.

Fréttir og tilkynningar
30. júní 2025

Seðlabanki Íslands hélt kynningarfund á dögunum um ný leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2025 um útvistun. Tilmælin ná til eftirlitsskyldra aðila, skv. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, að undanskildum þeim aðilum sem falla undir viðmiðunarreglur EBA um fyrirkomulag útvistunar (EBA/GL/2019/02).