logo-for-printing

26. ágúst 2014

Nýir staðlar við gerð hagskýrslna

Bygging Seðlabanka Íslands
Í byrjun september 2014 munu Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands birta nýjar hagtölur um vöru- og þjónustuviðskipti við útlönd, greiðslujöfnuð og þjóðhagsreikninga, í samræmi við uppfærða alþjóðlega staðla. Auk samræmingar hugtaka milli staðlanna er tilgangurinn að hagtölurnar endurspegli betur þær efnahagslegu stærðir sem mældar eru í þjóðarbúskapnum, meðal annars með því að taka tillit til ólöglegrar starfsemi, og auðveldi alþjóðlegan samanburð. Nú þegar hafa nokkur Evrópulönd, auk Ástralíu, Bandaríkjanna og Kanada innleitt hina nýju staðla. Sömu staðlar verða einnig innleiddir hjá öðrum Evrópuríkjum nú í september.

Sjá fréttatilkynningu Hagstofunnar og Seðlabanka Íslands hér: Nýir staðlar við gerð hagskýrslna (pdf)

Nr. 27/2014
26. ágúst 2014

Viðbótarefni:

Sjá hér kynningarefni sem Ríkarður Bergstað Ríkarðsson, forstöðumaður greiðslujafnaðardeildar Seðlabanka Íslands, studdist við í kynningu sinni um efnið: Staðlabreytingar 2014: Greiðslujöfnuður og erlend staða þjóðarbúsins.pdf

Annað kynningarefni verður einnig birt hér og á vef Hagstofunnar.

Til baka