logo-for-printing

28. júlí 2011

Sala á hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefur gengið frá sölu á 834.481.001 hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem samsvarar 52,4% af útistandandi hlutafé. Kaupandi er SF1 slhf., félag í umsjón Stefnis hf.

Uppgjör viðskiptanna er niðurstaða kaupsamnings sem undirritaður var 18. janúar 2011. Eftir viðskiptin er eignarhlutur Eignasafns Seðlabanka Íslands í félaginu 20,6%, hlutur SAT Eignarhaldsfélags hf. 17,7% og hlutur Íslandsbanka hf. 9,3%.

Á hluthafafundi sem haldinn var í dag tók ný stjórn við félaginu. Erna Gísladóttir er formaður nýkjörinnar stjórnar en nýir fulltrúar í stjórn eru Ingi Jóhann Guðmundsson og Tómas Kristjánsson. Aðrir stjórnarmenn eru Heimir V. Haraldsson og Haukur C. Benediktsson sem er fulltrúi Eignasafns Seðlabankans. Viðskiptin hafa hlotið samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569-9600.

Nr. 21/2011 
28. júlí 2011

 



Til baka