11.12.2018

Málstofa: Tilraun um myndlist og markað

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, þriðjudaginn 11. desember kl. 15:00.

Frummælandi: Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Ágrip: Velt er upp spurningu um hvort myndlist sé markaðsvara. Það er vandamál í verðmati á myndlist hversu ósamstæð myndlistarverk eru. Eru tvö mismunandi verk eftir sama myndlistarmann nær því að vera samkynja vara en tvö lík verk eftir sitt hvorn myndlistarmanninn?

Í framhaldi af þessu er einnig velt upp spurningu hvort mynd er fjárfesting eða neysla. Er hægt að núvirða myndlist?

Þá er fjallað um flæði myndlistar yfir landamæri, íslensk myndlist utanlands og erlend myndlist innanlands. Af hverju er íslensk myndlist ekki markaðsvara í stóru samhengi?


                                                                                                                       

Til baka