logo-for-printing

14.01.2011

Erindi seðlabankastjóra: Lærdómar af fjármálakreppunni fyrir hagstjórn, fjármálastöðugleika og stofnanauppbyggingu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti erindi á málstofu í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri í dag. Erindið heitir Lærdómar af fjármálakreppunni fyrir hagstjórn, fjármálastöðugleika og stofnanauppbyggingu.

Í erindinu fjallar Már um eðli áhættu í fjármálakerfinu og hvernig hún varð að veruleika í fjármálakreppunni. Þá er fjallað um hvert var hlutverk og vægi mistaka í hagstjórn, galla í regluverki, ónógt eftirliti og gallaða stofnanauppbyggingu. Síðan eru dregnir lærdómar og rætt um tillögur til að bæta peningastefnu annars vegar og fjármálastöðugleikastefnu og stofnanauppbyggingu hins vegar sem koma fram í tveimur nýlegum skýrslum Seðlabanka Íslands. 


Erindi seðlabankastjóra er aðgengilegt hér:

Már Guðmundsson seðlabankastjóri: Lærdómar af fjármálakreppunni fyrir hagstjórn, fjármálastöðugleika og stofnanauppbyggingu

Í erindinu vísar seðlabankastjóri til tveggja rita sem Seðlabankinn gaf nýverið út. Þau eru:
Sérrit nr. 4: Peningastefnan eftir höft.
Sérrit nr. 5. Hlutverk seðlabanka í fjármálaeftirliti

Til baka