logo-for-printing

12.04.2010

Hvernig hefur staða heimila breyst og hverju fá aðgerðir áorkað?

Í dag var haldin málstofa í Seðlabanka Íslands um skuldastöðu heimila hér á landi og um hverju aðgerðir í þágu heimila hafa fengið áorkað. Frummælendur voru þau Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingar í Seðlabanka Íslands.

Ágrip:

Á málstofunni voru kynntar frekari niðurstöður á greiningu Seðlabankans á stöðu heimilanna í kjölfar bankahrunsins. Lagt var mat á hvernig geta heimila til að standa undir greiðslubyrði lána og nauðsynlegri framfærslu hefur þróast undanfarin tvö ár. Einnig var lagt mat á möguleg áhrif ýmissa aðgerða í þágu heimila á greiðslugetu og eiginfjárstöðu heimila og þann fjölda heimila sem glímir við greiðsluerfiðleika. Niðurstöður voru sýndar fyrir ólíka hópa, t.d. eftir fjölskyldugerð, gjaldmiðlasamsetningu lána og aldri lántakenda.

Sjá hér glærur sem voru kynntar á málstofunni:

Glærur um skuldir heimila.pdf

Til baka