logo-for-printing

17.09.2019Peningastefnunefnd 2019

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Átjándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi verður haldinn 19. september nk. kl. 09:00. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og formaður peningastefnunefndar, og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður, mæta á fundinn.

Nánar
16.09.2019Jackson Hole

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri á fundi seðlabankafólks í Jackson Hole

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti á dögunum fund seðlabankafólks í Jackson Hole í Wyoming í Bandaríkjunum. Þar var rætt um þær áskoranir sem peningastefnan stendur frammi fyrir. Góð þátttaka kvenna vakti athygli á fundinum, en um helmingur fyrirlesara, andmælenda og þátttakenda í pallborðsumræðum voru konur.

Nánar
11.09.2019Peningastefnunefnd 2019

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 26. og 27. ágúst 2019, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 28. ágúst og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
06.09.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um lánveitingar, greiðslur af lánum og gangverk lánabóla

Málstofa um lánveitingar, greiðslur af lánum og gangverk lánabóla var haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, þriðjudaginn 10. september kl. 10:00. Frummælandi: Mikael Juselius, ráðgjafi á hagfræði- og rannsóknarsviði Finnlandsbanka og dósent við Hanken School of Economics.

Nánar
04.09.2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings hjá Félagi atvinnurekenda

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu, hélt í dag fyrirlestur hjá Félagi atvinnurekenda um þjóðarbúskap við hagsveifluskil. Þórarinn fór þar meðal annars yfir efnahagsþróun og -horfur ásamt því að fjalla um viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Nánar