logo-for-printing

10.07.2019Peningastefnunefnd 2018

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 24. og 25. júní 2019, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 26. júní og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
05.07.2019Höfuðstöðvar BIS

Ársfundur Alþjóðagreiðslubankans

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfund Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss (e. Bank for International Settlements - BIS) sem var haldinn 30. júní síðastliðinn. Alþjóðagreiðslubankinn er hlutafélag í eigu sextíu seðlabanka og er vettvangur alþjóðlegs samstarfs seðlabanka og fjármálaeftirlita, þar á meðal Seðlabanka Íslands, auk þess að vera rannsóknarsetur og banki fyrir seðlabanka heimsins.

Nánar
04.07.2019Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Tíu árum seinna: hvar stöndum við? Erindi seðlabankastjóra hjá Rótarýklúbbi Reykjavíkur

Í erindi seðlabankastjóra var efnahagsþróun síðastliðin tíu ár tekin til skoðunar með tilliti til þess árangurs sem náðst hefur við hagstjórn og uppbyggingu viðnámsþróttar þjóðarbúsins.

Nánar
28.06.2019Forsíða Hagvísa

Hagvísar Seðlabanka Íslands 28. júní 2019

Hagvísar Seðlabanka Íslands fyrir júnímánuð 2019 eru komnir út og eru aðgengilegir hér á vef bankans. Í ritinu má finna upplýsingar um verðlagsþróun, framleiðslu, utanríkisviðskipti, vinnumarkað, opinber fjármál, eignamarkaði, fjármálamarkaði og alþjóðleg efnahagsmál. Gögnin eru sýnd á myndrænan hátt en auk þess er hægt að kalla fram gögn í töflureikni.

Nánar