logo-for-printing

14. september 2015

Erla Guðmundsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Seðlabankans

Erla Guðmundsdóttir

Erla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri á sviði fjárhags Seðlabanka Íslands. Fjárhagssvið hefur umsjón með fjárhagsupplýsingum bankans og félaga í hans eigu.

Sviðið sér um umsýslu erlendra og innlendra lána ríkissjóðs og Seðlabankans. Þá annast sviðið erlenda greiðslumiðlun með SWIFT-kerfi bankans og hefur umsjón með innlendum og erlendum greiðslum fyrir bankann, ríkissjóð og ríkisfyrirtæki. Einnig sér sviðið um vörslu verðbréfa og uppgjör verðbréfaviðskipta. Starfsemi sviðsins skiptist í tvær deildir, reikningshald og bakvinnslu.

Erla er viðskiptafræðingur, Cand. Oecon, frá Háskóla Íslands. Frá því hún kom til starfa í Seðlabankanum árið 2010 hefur hún starfað sem forstöðumaður í reikningshaldi og sem staðgengill framkvæmdastjóra fjárhagssviðs. Frá ársbyrjun 2015 hefur Erla verið starfandi framkvæmdastjóri fjárhagssviðs Seðlabankans. Áður starfaði Erla í MP-banka sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og einnig hefur hún starfað í reikningshaldi og samstæðueiningu fjárhagsdeildar Íslandsbanka.

Til baka