logo-for-printing

05.02.2019

Safnanótt í Seðlabankanum á föstudaginn

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands tekur þátt í Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu á föstudag, 8. febrúar 2019. Húsið er opnað klukkan 17:30 en formleg dagskrá hefst klukkan 18:00 með þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Í ár er sýningin helguð sparnaði fyrr og nú. Einnig verða sýnd valin málverk úr listaverkasafni bankans ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er sýnd í fyrsta sinn. Að venju gefst gestum kostur á að skoða höggmyndir í útigarði bankans. Aðgangur að sýningunni er frá Arnarhóli, um aðaldyr bankans.

Til baka