logo-for-printing

12. desember 2017

Vaxtaákvörðun kynnt og vefútsending

Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands
Miðvikudaginn 13. desember 2017, verður birt og gerð grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar um vexti Seðlabanka Íslands. Vaxtaákvörðunin verður birt með frétt á vef Seðlabanka Íslands klukkan 8:55.
Klukkustund síðar, klukkan 10:00, hefst svo vefútsending þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja.

Vefútsendingin verður aðgengileg hér

Rétt er að taka fram að Seðlabankinn tekur enga ábyrgð á hugsanlegum hnökrum sem kunna að verða í útsendingunni.

Til baka