logo-for-printing

24.08.2016

Vefútsending klukkan 10:00: Kynning á vaxtaákvörðun og efni Peningamála

Bygging Seðlabanka Íslands

Í dag klukkan 10:00 verður sérstök vefútsending hér á vef Seðlabanka Íslands þar sem greint verður frá rökum peningastefnunefndar fyrir þeirri vaxtaákvörðun sem birt hefur verið, auk þess sem efni Peningamála verður kynnt. Það verða Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, meðlimur í peningastefnunefnd og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sem sjá um kynninguna. 

Tengil á vefútsendinguna verður að finna hér.

Vaxtaákvörðunin sjálf var birt með frétt klukkan 8:55 og Peningamál er aðgengileg á vef bankans frá og með klukkan 9:00.

Hér er hægt að nálgast efni fyrri Peningamála.

Hér eru upplýsingar um störf peningastefnunefndar.

Til baka