logo-for-printing

17.08.2015

Miðvikudagur 19. ágúst: Vaxtaákvörðun, vefútsending og Peningamál

Peningastefnunefnd 2012

Miðvikudaginn 19. ágúst 2015 verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands kynnt og nýtt hefti af Peningamálum verður jafnframt aðgengilegt. Vaxtaákvörðunin verður kynnt með frétt sem birt verður kl. 8:55 hér á vef Seðlabankans og Peningamál verða birt kl. 9:00. Klukkustund síðar fer fram sérstök kynning á ákvörðun peningastefnunefndar og verður sú kynning aðgengileg í vefútsendingu.   

Vefútsendingu verður að finna hér.

Sjá upplýsingar um störf peningastefnunefndar hér.

 

Til baka