logo-for-printing

09.06.2015

Vefútsending vegna vaxtaákvörðunar 10. júní 2015

Peningastefnunefnd 2012

Á morgun, miðvikudaginn 10. júní, fer fram vefútsending þar sem greint verður frá rökum fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar. Vefútsendingin hefst klukkan 10:00 en ákvörðunin sjálf verður kynnt með frétt klukkan 8:55.

Það verða Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og peningastefnunefndarmaður, sem kynna ákvörðun peningastefnunefndar.

Vefútsendingin verður aðgengileg hér: Vefútsending vegna vaxtaákvörðunar 10. júní 2015

Sem fyrr getur Seðlabanki Íslands ekki tekið ábyrgð á tæknilegum hnökrum sem kunna að verða á útsendingu.

Til baka