logo-for-printing

30. janúar 2015

Fitch breytir horfum fyrir lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í jákvæðar, staðfestir jafnframt BBB einkunn

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í jákvæðar fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt BBB og innlendri mynt BBB+. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendri og innlendri mynt eru staðfestar sem BBB og BBB+. Landseinkunnin (e. Country Ceiling) er staðfest sem BBB og jafnframt er staðfest lánshæfismatið F3 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt.

Fréttatilkynningu Fitch og skýrslu um Ísland má nálgast hér: 

Fitch Ratings _ Press Release (pdf)

Iceland - Rating Action Report (pdf)

 

Til baka