
08. desember 2014
Jólapeysan og kynning á vaxtaákvörðun

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur fallist á beiðni Barnaheilla um að styðja átak gegn einelti sem nú er í gangi með því að klæðast jólapeysu er hann greinir frá vaxtaákvörðun á miðvikudaginn, 10. desember, að því tilskildu að nægileg fjárhæð safnist í gegnum áheit á hann á heimasíðunni www.jolapeysan.is.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá Má í jólapeysunni á miðvikudaginn og vilja um leið styrkja gott málefni geta heitið á hann í gegnum síðuna hér (bein tenging: http://www.jolapeysan.is/keppnin/keppandi?cid=4514).
Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.jolapeysan.is.
Til baka