logo-for-printing

14. október 2014

Málstofa um skilvirkt fjármálakerfi án bankaáhlaupa

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um skilvirkt fjármálakerfi án bankaáhlaupa verður haldin í Sölvhóli, fundarsal í Seðlabankanum, föstudaginn 17. október klukkan 15:00. Á málstofunni mun Rajnish Mehra, sem er prófessor við Arizona State University, fjalla um hvaða lærdóm megi draga af síðasta fjármálahruni og nota við hönnun hagkvæms fjármálakerfis.

Fyrirlesturinn byggir á grein sem Rajnish Mehra er með í smíðum með Nóbelsverðlaunahafanum Edward Prescott. Þeir hafa áður unnið saman að ritgerðum, m.a. frægri grein um mikla ávöxtun af fjárfestingum í hlutafé miðað við fjárfestingar í skuldabréfum.

Upplýsingar um Rajnish Mehra má finna á: http://www.academicwebpages.com/preview/mehra/background/index.html

 

Til baka