logo-for-printing

07.10.2014

Útgáfa á skýrslu um fjármálastöðugleika

Bygging Seðlabanka Íslands

Á morgun gefur Seðlabanki Íslands út annað hefti af skýrslunni Fjármálastöðugleiki á árinu. Skýrslan verður kynnt á fundi með fréttamönnum og starfsmönnum á sviði efnahagsmála klukkan 10:00 og verður aðgengileg á vef Seðlabankans stundu síðar.

Á fundinum munu þau Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, kynna efni skýrslunnar Fjármálastöðugleiki 2014/2 og svara fyrirspurnum.

Skýrslan verður svo aðgengileg á svæði fyrir ritið Fjármálastöðugleiki. Sjá hér.

Til baka