logo-for-printing

30.09.2014

Vaxtaákvörðun og vefútsending á morgun

Peningastefnunefnd 2012

Á morgun, miðvikudaginn 1. október 2014, verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands kynnt.

Sjálf ákvörðunin verður kynnt með frétt hér á vef Seðlabankans klukkan 8:55.

Klukkan 10:00 hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri gera grein fyrir rökum að baki ákvörðunar peningastefnunefndar og svara spurningum.

Sem fyrr tekur Seðlabankinn ekki ábyrgð á tæknilegum hnökrum sem kunna að verða á vefútsendingunni.

Til baka