logo-for-printing

02. júlí 2014

Fréttatilkynning bankaráðs Seðlabanka Íslands

Á fundi bankaráðs Seðlabanka Íslands 2. júlí 2014 var fjallað um svar Ríkisendurskoðunar við erindi bankaráðsins dags. 13. mars 2014, þar sem þess var farið á leit að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á greiðslum bankans á málskostnaðarreikningum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna málssóknar hans á hendur bankanum í kjölfar úrskurðar Kjararáðs frá 23. febrúar 2010.

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar komu á fund bankaráðsins til að kynna skýrsluna, sem dagsett er 30. júní 2014.

Bankaráð mun taka málið til áframhaldandi meðferðar á næsta fundi bankaráðsins.

Skýrslu Ríkisendurskoðunar má finna hér.


Fyrir hönd bankaráðs Seðlabanka Íslands,
Ólöf Nordal
formaður

 

Til baka