logo-for-printing

03. mars 2014

Málstofa um lærdóma af bankahruninu

Á morgun, þriðjudaginn 4. mars klukkan 15:00 verður málstofa um ofangreint efni haldin í fundarherbergi Seðlabanka Íslands, Sölvhóli.

Guðrún Johnsen, lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrum starfsmaður Rannsóknarnefndar Alþingis, mun fjalla um efnið.

Bankahrunið á Íslandi mælist stærsta hrun sinnar tegundar ef miðað er við stærð hagkerfisins. Farið verður yfir þá aðferðarfræði sem Rannsóknarnefnd Alþingis beitti og fjallað um niðurstöður hennar varðandi ástæður hrunsins. Einnig er byggt á bók Guðrúnar Johnsen, Bringing Down the Banking System; Lessons from Iceland sem nýkomin er út hjá Palgrave Macmillan bókaforlaginu.

Fyrirlesturinn verður á ensku.
Til baka