logo-for-printing

17. febrúar 2014

Viðleitni Breta og Hollendinga til að auka endurheimtur vegna Icesave hafa ekki áhrif á lánshæfi Ríkissjóðs Íslands

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sent frá sér álit þar sem kemur fram að lögsókn yfirvalda í Bretlandi og Hollandi fyrir hönd innstæðutryggingarsjóða þeirra á hendur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi hafi engin áhrif á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands sem er Baa3 með stöðugum horfum. Vísað er í úrskurð EFTA-dómstólsins frá árinu 2013 um að engin greiðsluskylda vegna Icesave-reikninga hvíli á íslenska ríkinu.

Fréttatilkynningin í heild er hér.

 

Til baka