logo-for-printing

21. janúar 2014

Málstofa um verðtryggingu

Bygging Seðlabanka Íslands

Í dag klukkan 15:00 verður haldin í Seðlabanka Íslands málstofa um grunnatriði verðtryggingar. Frummælandi er Lúðvík Elíasson, sérfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, en erindi hans byggir á grein sem hann hefur birt um efnið.

Málstofan verður í fundarsalnum Sölvhóli í Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1. Gengið er inn frá Arnarhóli (sjá mynd).

Á málstofunni verður fjallað um ýmsar hliðar verðtryggingar og dregnar fram helstu staðreyndir um hana sem tengjast umræðu um framkvæmd hennar og áhrif. Fjallað verður m.a. um verðtryggingu íbúðalána, peningaglýju, verðtryggingarmisvægi og samspil verðtryggingar og peningastefnu. Umfjöllunin byggist á áratugalangri reynslu af verðtryggingu hér á landi sem og í öðrum löndum og af víðtækum rannsóknum fræðimanna á áhrifum verðtryggingar.

Hægt er að nálgast grein Lúðvíks Elíassonar, Verðtrygging 101hér.

Til baka