logo-for-printing

09.01.2013

Eignir lífeyrissjóða

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.337 ma.kr. í lok nóvember 2012 og hafði þar með aukist um 10 ma.kr. frá október eða um 0,4%.

Þar af var eign lífeyrissjóða í samtryggingardeildum 2.107 ma.kr. á móti 230 ma.kr. í séreignardeildum.

Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.691 ma.kr. í lok nóvember og hafði þar með hækkað um 26 ma.kr. á milli mánaða. Þar af hækkuðu innlend hlutabréf um 10,6 ma.kr. í nóvember. Erlend verðbréfaeign stóð í 531 ma.kr. í lok nóvember og hafði þá hækkað um 3,6 ma.kr. frá fyrri mánuði.

Sjá nánar: Lífeyrissjóðir.

Til baka